Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 28. september 2020

Íþróttaskóli HSV

Stundaskrá H.S.V. Þjálfari: Sigþór Snorrason
Stundaskrá H.S.V. Þjálfari: Sigþór Snorrason

Íþróttaskóli HSV hefst mánudaginn 05. október á Þingeyri og stendur yfir fram að jólafríi.  Æfingar fara fram í íþróttahúsinu á Þingeyri.  Æfingarnar eru fyrir 1.-7. bekk grunnskólabarna og er þjálfari Sigþór Snorrason.
Skráning er hafin og fer fram hér https://hsv.felog.is/
Æfingarnar verða grunnþjálfun barna og unglinga ásamt boltaskóla hvar farið verður í til skiptist blak, fótbolta, handbolta og körfubolta ásamt öðrum boltaleikjum og æfingum.
Verð er kr. 2.900,-
Markmið íþróttaskóla HSV:
.    Fá sem allra flest börn til að iðka íþróttir
.    Að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun sé jákvæð
.    Að börn fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum
.    Að auka gæði þjálfunar
.    Lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna
.    Auka grunnþjálfunarhluta æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu


Ef það vakna einhverjar spurningar vinsamlegast hafið samband við Heiðar Birnir Torleifsson, yfirþjálfara íþróttaskóla HSV á póstfanginu ithrottaskoli@hsv.is

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón