Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 12. október 2016

Íþróttahátíð "litlu"skólanna

Sl. föstudag þá var íþróttahátíð "litlu" skólanna haldinn í íþróttamiðstöðinni á Þingeyri. 82 nemendur frá Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri. Nemendur, sem allir voru í 1.-7. bekk, léku sér saman í blönduðum hópum á 9 mismunandi stöðvum í íþróttahúsinu. Verkefni stöðvanna voru erftirfarandi: bandý, boccia, skotbolti, stinger, minute to win it þrautir, töfluleikur, limbó, boðhlaup og mennskir pýramídar. Hátíðin tókst rosalega vel og nemendur skemmtu sér konunglega. Markmið hátíðarinnnar er að minna á mikilvægi hreyfingar og hittast og kynnast. Í lok hátíðar hittust allir í pizzu og djús sem allir áttu svo sannarlega skilið. Pizza er uppáhalds matur flestra nemenda á þessum aldri en grófleg könnun var gerð á því þegar nemendur hittust hér í skólanum núna í september. Við þökkum eldri nemendum skólans kærlega fyrir aðstoðina og gestunum fyrir komuna. Hlökkum til að mæta á Flateyri næsta árSmile

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón