Íþróttahátíð "litlu"skólann
Sl. fimmtudag fóru nemendur í 1.-7. bekk yfir á Suðureyri ásamt nemendum frá Flateyri og Súðavík. Nemendur skiptust allir niður á mismunandi stöðvar í blönduðum hópum þar sem yngri og eldri unnu saman. Það var farið í limbó, skutlugerð, kókoskúlugerð, bútasaum, dans, íþróttahúsið, kartöflukast og sögugerðarstöð. Allir virtust hafa mjög gaman af og fengu pylsu grillaða af Murikkupönnu áður en haldið var heim aftur.
Kennararnir fóru þennan sama dag á námskeið á Ísafirði þar sem stjórnendur úr Njarðvíkurskóla og Holtaskóla, sem báðir eru í Reykjanesbæ, fóru yfir árangursríka kennsluhætti sem allir skólar í Ísafjarðarbæ ætla að taka upp til að bæta námsárangur.