| föstudagurinn 22. nóvember 2019

Í vikulok

Það hefur verið nóg við að vera þessa vikuna, eins og áður. Þemadagar tókust mjög vel, fjölbreytt verkefni sem voru unnin, sjá myndir. Afraksturinn verður svo til sýnis á "rauða deginum". 

 

Í næstu viku verður Ungmennaþing á Ísafirði, þar sem m.a. nemendum í 8. -10.bekk er boðið að koma og taka þátt. Við buðum nemendum upp á val, þ.e. hvort þeir vildu fara eða ekki og voru nokkrir nemendur sem þáðu það boð. Starfsmaður fer með þeim en dagskráin á Ísafirði er frá kl 09:00 - 12:30. r má finna upplýsingar um þingið. 

 

Á fimmtudaginn fara nemendur 3. -5. bekkjar á Ísafjörð að sjá Djáknan á Myrká. Sýningin byrjar kl 09:30 og gert er ráð fyrir að hún sé í tæpa klukkustund. 

 

Foreldraviðtöl er einnig í næstu viku. Foreldrar ská sig á tíma í gegnum Mentor

 

Með bestu kveðju og góða helgi!

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón