| föstudagurinn 15. nóvember 2019

Í vikulok

Á dag, föstudag, byrjaði hjá okkur tveggja vikna lestrarátak. Nemendur voru út um allan skóla í morgun, bæði að lesa með vini og að lesa einir í myrkrinu við vasaljós. Munum að lesa daglega, hvort sem það er lestrarátak eða ekki Laughing

 

Í næstu viku, mánudag, þriðjudag og miðvikudag eru þemadagar hjá okkur. Þemað að þessu sinni eru bókmenntir. Nemendum verður skipt í þrjá hópa, þvert á bekki, þar sem unnið er með einn höfund á hverri stöð. Stöðvarnar eru þrjár og eru það Astrid Lindgren, J.K. Rowlings (Harry Potter) og Gunnar Helgason sem unnið verður með að þessu sinni. Allir morgnar byrja á lestri samkvæmt venju, áður en nemendur fara í hópa og á stöðvar. Þemavinnan er til 12:10 og tekur við hefðbundin stundaskrá eftir hádegi. Íþróttir og sund falla niður þessa daga. 

 

 

Með bestu kveðju og góða helgi!

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón