| mánudagurinn 11. nóvember 2019

Í vikulok - á mánudegi

Eins og ávallt var nóg að gera hjá okkur í síðustu viku. Nemendur unnu bæði með Barnasáttmálann og verkefni í tengslum við dag eineltis. Það eru því komin ný verkefni í rammana í salnum - sjá myndir. 

 

Nemendur í 6. og 7. bekk fóru að skoða veðurathuganarstöðina að Hólum - sjá myndir. Einnig fékk skólahópur Laufás að taka þátt í starfi á yngsta stigi, auk þess að vera í tómstund með 1.-7.bekk. 

 

Á miðvikudaginn var, var haustfundur, sameiginlegur með leikskólanum. Við fengum til okkar fyrirlesara, Aðalbjörgu Stefaníu sem var með erindi um samskiptaboðorðin, samskipti, vellíðan og að huga að sjálfum sér. Heiti fyrirlestrarins var að "Það þarf heilt þorp til að ala upp barn" og það er svo sannarlega rétt. 

 

Sonja Elín fór á UTÍs ráðstefnu í Skagafirði á föstudag og laugardaginn. Það er ráðstefna um upplýsingatækni í skólastarfi og komast svo sannarlega færri að en vilja, þannig að við erum mjög heppin að Sonja E komst að og kom til baka uppfull af hugmyndum og fróðleik.

 

Guðni Th. og Eliza eru komin upp á vegg við hlið fyrrum forseta - ásamt "forsetum" GÞ ;-) 

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón