Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 9. október 2017

Hugleiðsla-jógahjartað

1 af 2

Í dag tókum við þátt í hugleiðsludeginum sem jógahjartað stendur fyrir. Markmið dagsins var að sameina ungt fólk í 3 mínútna hugleiðslu í skólum. Þema hugleiðslunnar var friður í hjarta. Vakin var athygli á hugleiðslu sem leið til að m.a. skapa innri frið, finna innri náttúrulega gleði, vinna úr tilfinningum, kvíða, streitu og vanlíðan hjá ungu fólki og gera þau að sterkari manneskjum.

Þesssi dagur varð fyrir valinu því John Lennon hefði átt afmæli í dag. Hann var mikill friðarsinni og það verður kveikt á friðarsúlunni í Viðey í kvöld að því tilefni.

 

Yfir 20 skólar og yfir 2000 börn á Íslandi hugleiddu á sama tíma á öllum landshornum og tæplega 100 unglingar í Hörpu. 

Arnhildur Lillý kom og kynnti jóga fyrir elstu nemendum skólans og nemendur og kennarar á mið,-og elsta stigi tóku þátt í hugleiðslunni. 

 

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón