Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 12. nóvember 2024
Hrekkjavökuuppskeruhátíð
Hrekkjavöku þemanu lauk 31. október með uppskeruhátíð "litlu skólanna" á Suðureyri. Nemendur í skólunum þremur voru þá búin að vinna í þemaverkefni tengt Hrekkjavöku síðan í september. Nemendur voru búnir að gera stuttmyndir, sögu, búninga og skreytingar fyrir hátíðina. Einnig voru þeir búnir að búa til allskonar bakkelsi sem boðið var upp á s.s. hrekkjavökumuffins, fingur, pylsubita í felum, kókóskúlur og popp. Stuttmyndir voru sýndar og dansað. Þetta heppnaðist mjög vel og allir skemmtu sér konunglega.
Næsta verkefni hefst eftir árshátíðina í lok nóvember. Það verkefni er íslensku og lífsleikni miðað og heitir "Bókin mín".