Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 12. nóvember 2024

Hrekkjavökuuppskeruhátíð

Stuttmyndir eftir nemendur voru sýndar á uppskeruhátíð þemaverkefnis um hrekkjavöku.
Stuttmyndir eftir nemendur voru sýndar á uppskeruhátíð þemaverkefnis um hrekkjavöku.

Hrekkjavöku þemanu lauk 31. október með uppskeruhátíð "litlu skólanna"  á Suðureyri. Nemendur í skólunum þremur voru þá búin að  vinna í þemaverkefni tengt Hrekkjavöku síðan í september. Nemendur voru búnir að gera  stuttmyndir, sögu, búninga og skreytingar fyrir hátíðina. Einnig voru þeir búnir að búa til allskonar bakkelsi sem boðið var upp á s.s. hrekkjavökumuffins, fingur, pylsubita í felum, kókóskúlur og popp. Stuttmyndir voru sýndar og dansað. Þetta heppnaðist mjög vel og allir skemmtu sér konunglega. 

Næsta verkefni  hefst eftir árshátíðina í lok nóvember. Það verkefni er íslensku og lífsleikni miðað og heitir "Bókin mín". 

« 2025 »
« Október »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Vefumsjón