Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 8. apríl 2016

Hjólakveðja

Nemendur í 1-7. bekk fengu fræðslu um slysavarnir og hjálma í dag
Nemendur í 1-7. bekk fengu fræðslu um slysavarnir og hjálma í dag
1 af 2

 Núna fara fleiri nemendur að koma á reiðhjólum í skólann. Gæta þarf að því að öryggisbúnaður þeirra sé í lagi sem og notkun reiðhjólahjálma. Á þessari síðu er hægt að skoða fræðslumyndbönd um hjólreiðar http://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla-og-oryggi/fraedsla/reidhjol/og í þessum ágæta bæklingi er m.a. hægt að fræðast um atriði sem hafa ber í huga varðandi hjólreiðahjálm:

https://www.landsbjorg.is/assets/myndir/umferd/us-hjalmar%20baeklingur%20lok%202006.pdf.

 

Athygli er vakin á að:

 

·         samkvæmt 40. gr. umferðarlaga mega börn yngri en 7 ára ekki vera hjólandi í umferðinni nema í fylgd með 15 ára og eldri.

 

·         eigi má reiða farþega á reiðhjóli eða rafvespu. Þó má vanur reiðhjólamaður sem náð hefur 15 ára aldri reiða barn yngra en 7 ára en ber þó að nota viðeigandi öryggissæti og búnað.

 

·          best er að nota hjálm, það er eina vitið. Börnum yngri en 15 ára er skylt að nota reiðhjólahjálma og viðeigandi hlífðarbúnað þegar þau ferðast um á reiðhjólum, rafvespum, hjólabrettum og línuskautum.

 

 

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón