Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 15. maí 2019
Hjálmur er málið
,Þegar við notum hjól, bretti, línuskauta eða bretti er nauðsynlegt að muna eftir hjálminum. Á dögunum kom fulltrúí frá Kiwanis og færði nemendum í 1. bekk reiðhjólahjálma að gjöf. Hjálmarnir koma sér vel, þar sem margir nemendur eru farnir að vera meira úti við á hjólum sínum. Allir nemendur eru hvattir til að nota hjálm og minnum við á reglur um þá hér en það er mjög mikilvægt að þeir sitji rétt á höfði og öll börn 15 ára og yngri eiga samkvæmt lögum að nota hjálm. Þeir sem eldri eru, eru að sjálfsögðu fyrirmyndir. Á myndinni hér að ofan eru tvær af þremur nemendum 1. bekkjar að taka við hjálmum sínum 😊