Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 15. nóvember 2017
Heimabyggðin-Þemadagar
Það er allt á fullu í skólastarfinu eins og venjulega. Í gær 14. nóvember hófust þemadagar með yfirskriftinni "Heimabyggðin mín". Hefðbundið skólastarf er lagt til hliðar og unnið er að ýmsum skapandi verkefnum. Öll bekkjarbönd eru rofin og vinna nemendur í öllum aldurshópum saman. Á fimmtudaginn 16. nóvember lýkur þemadögum með opnu húsi þar sem foreldrum og öðrum velunnurum skólans er boðið að skoða afrakstur daganna ásamt því að þiggja kaffisopa á milli kl. 13-14.
Dagur íslenskrartungu er þennan dag og tilvalið að halda upp á hann með því að bjóða gestum í skólann og ræða og sýna verkefnin.