Halur og snót
Á þorrblótinu sem haldið var um daginn voru tilnefnd Halur og snót. Nafnbótina hljóta hann og hún sem hafa með sér flestar tegundir þorramats og BORÐA hann. Þetta er skemmtileg hefð og gaman að sjá hvað margir voru þjóðlegir í sér. Sigurður Þorkell Vignir var halur með 14 sortir og Ásrós Helga var snótin með 19 sortir. Gaman að því.
Annars eru nemendur á fullu við að klára vetrarönnina og sinna verkefnum sínum. Árshátíðar undirbúningur er kominn á nokkuð skrið (ath. breytta dagsetningu 3. apríl í stað 27. mars). Einnig er margir nemendur í sýningunni um hana Línu Langsokk sem Íþróttafélagið Höfrungur ætlar að frumsýna 8. mars. Það er því nóg um að vera í "sveitinni" og gaman að vera til.
Eigið góðar stundir