Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 2. október 2020

Gullskórinn 2020- Göngum í skólann

Elsta stig vann gullskóinn 2020-það vantar 2 nemendur í hópinn
Elsta stig vann gullskóinn 2020-það vantar 2 nemendur í hópinn
1 af 2

Í dag hlaut elsta stig gullskóinn 2020. Gullskórinn er viðurkenningar farandsbikar sem hópurinn vann í Göngum í skólann átakinu sem stóð í september. Allir nemendur og starfsfólk merktu þá daga sem þeir komu gangandi eða hjólandi í skólann. Allir dagar hvers námshóps voru taldir og fundið út meðaltal hvers hóps. Allir hópar stóðu sig mjög vel og það munaði ekki miklu á stigagjöfinni. Starfsmenn skólans mega taka sig á en nemendur "rústuðu" þeim í þessari keppni. Þeir starfsmenn sem hafa hjólað og gengið í vinnuna síðan í haust fengu samt klapp og lof í lófa fyrir dugnað.

 

Fyrir afhendingu fórum við yfir ýmsa þætti sem stiðja við það að velja virkan ferðamáta og hvers við þurfum að gæta. Við minntum á nauðsyn þess að vera með hjálm þegar við hjólum og að tími endurskinsmerkja sé hafinn. Nánari reglur um hjólreiðar er að finna á vef samgöngustofu

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón