Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 19. ágúst 2022

Grunnskólinn á Þingeyri skólaárið 2022-2023

Hlökkum til að hefja skólaárið 2022-23
Hlökkum til að hefja skólaárið 2022-23

Skólasetning 2022-2023 verður í formi viðtala. Foreldrar/forráðamenn mæta með sínu barni í viðtal hjá umsjónarkennara. Viðtalstímar hafa verið sendir út í tölvupósti í gegnum Mentor. 

 

Nemendur skólans verða 38 talsins, kennt verður í 3 námshópum (yngsta stig, miðstig og elsta stig, sjá umsjónarkennara í frétt hér fyrir neðan). Bjóðum sérstaklega velkomna í skólann 7 nemendur sem eru að fara hefja nám í 1. bekk.

Leyre mun áfram sjá um íþróttakennslu. Ásrós Helga hefur verið ráðin í kennslu í mynd,-og handmennt.  Lilja Lalíla hefur verið ráðin sem skólaliði/húsvörður í stað Nonna. Sigmundur mun sinna skólaakstri og munu þeir nemendur sem nýta hann fá skipulag aksturs í viðtölum. 

 

Leiðbeiningar um innskráningu í Mentor má finna hér

 

 

Skóli hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst. 

Með ósk um farsælt skólastarf

Starfsfólk G.Þ. 

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón