Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | laugardagurinn 28. maí 2016

Græni dagurinn

25. maí héldum við í Grunnskólanum á Þingeyri upp á Græna daginn sem hefur fest sig í sessi sem einn af loka skóladögum nemenda. Í ár tengdum við verkefni dagsins við verkefni Unicef á Íslandi um að aðstoða og/eða fræðast um börn á flótta í Sýrlandi. Nemendur gátu því safnað áheitum og unnið að kappi að verkefnum sínum með það að leiðarljósi að safna pening fyrir jafnaldra sína sem hafa það ekki eins gott og við. Við horfðum á fræðslumyndband um aðstæður barna í stríði og ræddum um rétt okkar sem börn. Myndbandið er hægt að finna hér

Helstu verkefni dagsins voru að gróðursetja 67 plöntur sem við fengum hjá Yrkju, reita frá plöntum sem gróðursettar voru í fyrra og gefa þeim áburð. Því næst týndum við rusl og enduðum svo daginn á því að fara í "úti-paintball" á sparkvellinum og gæða okkur á grilluðum hamborgurum í boði foreldrafélagsins. Auður og Ragnar sem eru tilvonandi nemendur í 1. bekk komu og spiluðu með okkur paintball boltaleik og borðuðu með okkur hamborgara. Dagurinn heppnaðist mjög vel og eru allir þakklátir fyrir að veðrið var til friðs og sólin lét meira að segja sjá sig. Meðfylgjandi myndir tók Erna sem sýna betur stemmningu dagsins.

 

Svo minnum við ykkur á að skoða heimskort nemenda með límmiðum þeirra og hvetjum ykkur til að leggja Unicef lið svo að börn á flótta fái aðstoð.

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón