Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 11. september 2017

Gönguvika

Göngum, göngum, göngum upp í gilið........
Göngum, göngum, göngum upp í gilið........

Nú er komið að hinni árlegu gönguviku. Það þýðir að hver námshópur fer í skiplagða gönguferð með hópnum sínum og umsjónarkennara. Vikan er tileinkuð hreysti, hollustu og hreyfingu. Skólinn er með í átakinu "Göngum í skólann" og getum við fléttað gönguferðirnar inn í það verkefni. Í gönguferðum þurfum við að vera ábyrg, sýna samheldni, vera glöð og bera virðingu fyrir ferðafélögum og umhverfinu (hornsteinar skólans).

 

Umsjónarkennarar hvers náms stigs mun senda nánari upplýsingar um ferða tilhögun og dagsetningar í tölvupósti í gegnum mentor. Allir foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur eru velkomnir með okkur. Það sem við þurfum að muna er að klæða okkur eftir veðri og koma með hollt og gott nesti (ath. það má koma með fernudrykk/safa).

 

Gleðilega gönguvikuSmile

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón