Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 26. september 2017

Göngum í skólann

Minnum á umferðaröryggi og hámarkshraða :)
Minnum á umferðaröryggi og hámarkshraða :)

Nú fer að styttast í að átakið göngum í skólann ljúki en það stendur til 4. október nk. Allir nemendur og starfsfólk skólans hafa verið duglegir við að koma og/eða fara í og úr skóla gangandi eða hjólandi í 3 vikur. Verkefni innan skólans hafa einnig tengst verkefninu. Gönguvikan fór vel fram í góðu veðri, nemendur á yngsta stigi fóru frá "hálsi" niður að Söndum. Nemendur á mið stigi fóru allir í gönguferð inn Kirkjubólsdal og elstu nemendurnir unnu það afrek að fara upp á Kaldbak hæsta fjall Vestfjarða, 980 m. Einnig hefur verið lög áhersla á hreyfingu í tómstund og nemendur hjólað í Hjólakrafti á fimmtudögum. Gönguferðir í fjöru og skóg í íþróttum ásamt úthlaupum hafa það markmið að efla og styrkja hreysti og þor.

 

Það eru aðeins 6 dagar eftir og hvetjum við alla til að vera með sem það geta. Mánudaginn 2. október kl. 10 ætlum við að hlaupa Norræna skólahlaupið og tengjum við það að sjálfsögðu við átakið.

 

Áfram G.Þ.

 

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón