Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 3. október 2018

Göngum í skólann- Lögguheimsókn

1 af 3

Síðasti mánudagur var síðasti mánudagurinn í "Göngum í skólann" átakinu. Að því tilefni fengum við lögregluþjón í heimsókn til okkar í skólann. Haukur lögregluþjón heilsaði upp á nemendur á mið,-og elsta stigi og spjallaði við þau um daginn og veginn og svaraði spurningum nemenda um störf lögreglunnar. Haukur hitti svo nemendur á yngsta stigi í íþróttahúsinu við mikinn fögnuð og áhuga nemenda. Farið var yfir ýmiss atriði og minnt á að nú væri tími endurskinnsmerkjanna að hefjast aftur og margt fleira. Lögreglan er vinur okkar og við getum alltaf leitað til hennar í vanda.

 

Fimmtudaginn 4. okt kemur svo í ljós hvaða hópur hlýtur "GULL SKÓINN" (nánari frétt um það síðar).

 

 

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón