Göngum í skólann- Lögguheimsókn
Síðasti mánudagur var síðasti mánudagurinn í "Göngum í skólann" átakinu. Að því tilefni fengum við lögregluþjón í heimsókn til okkar í skólann. Haukur lögregluþjón heilsaði upp á nemendur á mið,-og elsta stigi og spjallaði við þau um daginn og veginn og svaraði spurningum nemenda um störf lögreglunnar. Haukur hitti svo nemendur á yngsta stigi í íþróttahúsinu við mikinn fögnuð og áhuga nemenda. Farið var yfir ýmiss atriði og minnt á að nú væri tími endurskinnsmerkjanna að hefjast aftur og margt fleira. Lögreglan er vinur okkar og við getum alltaf leitað til hennar í vanda.
Fimmtudaginn 4. okt kemur svo í ljós hvaða hópur hlýtur "GULL SKÓINN" (nánari frétt um það síðar).