Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 4. október 2018

Göngum í skólann- Gull skórinn

1 af 4

Nú er átakinu "Göngum í skólann" formlega lokið. Allir nemendur skólans og starfsfólk tók þátt í átakinu og stóðu allir nemendur sig vel. Starfsfólk skólans mætti taka nemendur sér til fyrirmyndar því að flestir nemendur gengu eða hjóluðu alla dagana sem átakið stóð. Nemendur í skólabíl gengu líka en bílstjórinn stöðvaði bílinn hér fyrir innan skólann svo þeir nemendur gætu verið með.

 

Nemendur á mið stigi hlutu "Gull skóinn 2018" og fá að hafa hann inn í sinni heimastofu í vetur. Nemendur sýndu mikla samvinnu og hvöttu hvort annað til að ganga. Elsta,- og yngsta stig voru jöfn og munaði einungis 0,27 á meðaltalstölum núna í lokin.

 

Minnum á að það er farið að rökkva á kvöldin og fram á morgun og þörf er á endurskinnsmerkjum. Einnig minnum við alla göngugarpa sem hjóla ennþá í skólann á að vera upplýstir og með hjálm.

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón