Göngum í skólan 2021
Göngum í skólann fer vel af stað og yfir 70 skólar skráðir til leiks í verkefninu. Verkefnið hvetur okkur til að nota virkan ferðamáta til og frá skóla. Sá námshópur sem kemur að meðaltali oftast i skólann gangandi eða hjólandi hlýtur GULLSKÓINN til varðvörslu. Á timabilinu sem átakið er (8.sept.-6.okt) stundum við úti íþróttir, allir nemendur njóta útivistar í frímínútum og við göngum á fjöll í gönguvikunni.
Skólabílstjórar keyra nemendum sem búa í sveit ekki alla leið svo þeir séu virkir þáttakendur og gangi spöl í skólann eins og aðrir nemendur😀
ÁFRAM ÖLL STIG OG STARFSMENN , útivera og hreyfing eykur styrk og þol ásamt því að veita vellíðan 🤸🏼♂️🏆