Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 21. september 2020

Göngum í skólan- Hvatting

#beactive - Finnum okkur hreyfingu við hæfi
#beactive - Finnum okkur hreyfingu við hæfi

Þann 23. – 30. september fer fram Íþróttavika Evrópu (#BeActive) víðsvegar um Evrópu. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur fengið styrk frá Erasmus+ styrktarkerfinu til þess að standa fyrir verkefninu hér á landi. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að hvetja Evrópubúa til að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi og eru allir hvattir til þess að finna sér hreyfingu við hæfi.

 

Í ár var áætlað að halda ýmsa viðburði sem ljóst er að ekki verður. Það er þó margt hægt að gera og eitt af því sem við munum standa fyrir er Instagram leikur þar sem allir eru hvattir til þess að hreyfa sig, taka mynd og merkja myndna með #beactiveiceland. Þeir sem það gera eiga möguleika á að vinna glæsilega heilsutengda vinninga frá Brooks Iceland, World Class, Sportvörum, Hreysti, Skautahöllinni eða Minigarðinum.

 

Þeir sem hafa áhuga á BeActive geta fylgst með á eftirfarandi miðlum

Instagram Beactive á Íslandi
Facebooksíða Beactive á Íslandi

www.beactive.is

 

Ljóst er að það er mikið og óvenjulegt álag á einstaklingum og samfélaginu öllu vegna Covid-19 en einmitt þessvegna er mikilvægt að rækta heilsuna og gefa sér tíma til þess að hreyfa sig reglulega. Ein leið til þess að auka hreyfingu í daglegu lífi er að nota virkan ferðamáta sem við hvetjum ykkur til þess að gera.

 

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón