Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | sunnudagurinn 5. janúar 2014

Gleđilegt nýtt ár

Frá áramótabrennu 2012
Frá áramótabrennu 2012

Starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri óskar nemendum, foreldrum og velunnurum skólans gleðilegs nýs árs með þökk fyrir samstarfið á árinu sem var að líða. Skólinn hefst samkvæmt stundaskrá kl. 10:00 mánudaginn 6. janúar eftir jólaleyfi. 

 

Samkvæmt hefðum skólans þurfa nemendur ekki að mæta fyrr en kl.10:00 í skólann eftir ævintýri álfa og trölla á Þrettándanum. Hvetjum alla nemendur að klæða sig upp og halda í skemmtilega hefð. Góða skemmtun :)

 

Nokkrir punktar fyrir vikuna:

  • Tónlistarskólinn byrjar fimmtudaginn 9. janúar (samkv. skilaboðum frá Tuuli).
  • Valtímar á unglingastigi hefjast ekki fyrr en vikuna 13.-17. janúar. Eyða myndast í stundatöflu nemenda þangað til. Þegar valið er komið á hreint verður gefin út ný stundaskrá.
  • Umsjónarkennari á miðstigi verður í leyfi til 8. janúar, kennarar hjálpast að við að fylla í hennar skarð.
  • Nemendur á yngstastigi ljúka sundviku dagana 13.-17. janúar, vegna daga sem féllu niður í desember. Nánar um það þegar nær dregur.
« 2022 »
« Janúar »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón