Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 20. desember 2017
Gleðileg jól
Í dag áttum við dásamleg "litlu" jól. Lesnar voru sögur, spilað og nemendur skiptust á pökkum og jólakortum. Við dönsuðum og sungum og í kringum jólatréð við undirspil Jóns. Jólasveinarnir kíktu í heimsókn og sprelluðu þeir með okkur áður en nemendur héldu af stað í jólaleyfi.
Starfsfólk skólans óskar nemendum, aðstandendum og bæjarbúum öllum gleðilegra hátíðar og farsældar á nýju ári. Við þökkum kærlega fyrir samstarfið á árinu og hlökkum til næsta árs.
Við sjáumst öll hress og endurnærð 4. janúar kl. 08:10 samkvæmt stundaskrá