G.Þ var settur í dag á sal skólans
Grunnskólinn á Þingeyri var settur í dag á sal skólans þar sem skólastjóri og kennarar tóku á móti nemendum og foreldrum/forráðamönnum þeirra. Nemendur á skólaárinu 2012-2013 verða 38 talsins. Tveir nýjir nemendur hefja skólagöngu í fyrsta bekk og bjóðum við þau Andreu og Ástvald hjartanlega velkomin í skólann. Nokkrar breytingar verða á skólastarfinu en opnað hefur verið á milli þriggja stofa í "nýju" byggingunni og þar munu allir nemendur skólans eiga "heimastofu". Kennarar munu vinna meira saman við skipulagningu skólastarfsins í teymum og stýra kennslunni í átt til einstaklingsmiðunar (að hver og einn fái verkefni við sitt hæfi). Fimmtudagurinn 23. ágúst verður "Foreldradagur" þar sem nemendur mæta með sínum forráðamönnum og hitta sína umsjónarkennara til að fara yfir áætlanir og markmið. Fyrsti kennsludagur verður föstudaginn 24. ágúst samkvæmt stundaskrá.