Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 23. ágúst 2016

Fyrsti skóladagurinn-það er leikur að læra

Í mörg horn þarf að líta í skólastarfi, kannski jafn mörg horn og köngulóin :) Mynd: Jónína Hrönn
Í mörg horn þarf að líta í skólastarfi, kannski jafn mörg horn og köngulóin :) Mynd: Jónína Hrönn

Fyrsti skóladagurinn gekk mjög vel að okkar mati og allir að setja sig í stellingar fyrir veturinn. Einhverjir verða orðnir mjög þreyttir eftir daginn, mikið að gera og margt um að vera. Sumir að reyna átta sig á því hvers vegna þeir þurfa að vera ég skólanum á sumrin. Við viljum minna á skólaregluna um hollt og gott nesti (sjá í skólareglur undir skólinn hér til hliðar) og helstu punkta úr ræðu skólastjóra sem þarf að hafa í huga fyrir skólaárið:

  • Stefna skólans um heimanám er ekki lengur á reiki eftir síðasta vetur.
  • Heimanámsstefna skólans. Heimavinna ekki regluleg, en kennari setur fyrir heimavinnu ef þurfa þykir. Gerðar eru kröfur um 15 mín. lestur á dag á öllum stigum. Vendinám felur í sér að nemendur verði að kynna sér efni á t.d. myndböndum á netinu fyrir tíma og þá ber þeim að gera það svo kennslustundirnar nýtist sem berst.
  • Nám barna er á sameiginlegri ábyrgð heimilis og skóla. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með og skrá í „Gullið“, sem er dagbók nemenda.
  • Skólareglurnar eru á heimasíðu skólans, þær gilda einnig og eiga við um skólaakstur.
  • Útiíþróttir verða fram til 1. október að venju. Minni ég á viðeigandi klæðnað og minni á mikilvægi hreyfingar fyrir okkur öll. Sund og íþróttir hefjast samkvæmt stundatöflu strax á mánudaginn. Yngsta stig byrjar á sundnámskeiði 29. ágúst þar sem þau verða í sundi 3x í viku í 5 vikur. Þetta fyrirkomulag hefur reynst nemendum á yngsta stigi vel og ætlum við að prófa það í vetur. Annað námskeið hefst í apríl.
  • Áskrift í mat, mjólk og ávaxtabita verður með sama hætti og undanfarin ár og biðjum við foreldra um að vera búin að skrá og greiða fyrir 9. sept.
  • Skólinn útvegar nemendum öll kennslugögn. Á elsta stigi þurfa nemendur að útvega sér vasareikni og orðabókum. Einnig er gott að nemendur á miðstigi fari að huga að orðabókum. Gott að ráðfæra sig við tungumálakennara um það.
  • Þegar inni íþróttir hefjast eiga nemendur á elsta,-og mið stigi að vera í innanhússkóm. Reglur um sundfatnað eru : strákar ekki síðar víðar stuttbuxur og stelpur sundbolur í stað bikini.
« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón