Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | miðvikudagurinn 7. október 2020

Forvarnardagurinn 7. okt. 2020

Samvera fjölskyldunnar er lykilþáttur í forvörnum
Samvera fjölskyldunnar er lykilþáttur í forvörnum
1 af 2

Forvarnardagurinn var haldinn í 15. sinn í grunnskólum á Íslandi í dag. Markhópurinn er 9. bekkur - en í samkennslu græða allir, svo allt unglingastigið fékk  forvarnarfræðslu í dag. Þar kom fram að mikilvægi samveru með foreldrum/fjölskyldu ásamt íþrótta- og tómstundaiðkun eru verndandi þættir þegar kemur að neyslu unglinga á áfengi, tóbaki og vímuefnum. Hvert ár skiptir máli og heilinn er ekki nægilega þroskaður til að "taka á móti og vinna úr" þeim efnum sem finna má í áfengi og vímuefnum fyrr en við erum orðin 20 ára! Svo þess vegna segjum við: Hvert ár skiptir máli. Við horfðum saman á myndband þar sem forseti Íslands, sem jafnframt er verndari forvarnardagsins, gaf okkur góð ráð og var mjög hvetjandi. Sjá https://www.forvarnardagur.is/

Einnig ræddum við aðeins neyslu orku- og koffíndrykkja, en ný íslensk rannsókn sýnir að neysla nemenda í 8. og 10. bekkjum á Íslandi sé með því mesta sem gerist í heiminum. Neysla þessara drykkja hefur áhrif á svefn ungmennanna, sem aftur hefur áhrif á námsgetu og úthald. 
Sjá: https://www.mast.is/is/um-mast/utgefid-efni/skyrslur/neysla-ungmenna-a-orkudrykkjum-gefur-tilefni-til-adgerda

 

Heilbrigði, hollusta, nægur svefn, samvera með fjölskyldu, íþrótta- og tómstundaiðkun, allt eru þetta þættir sem stuðla að betri líðan barna og ungmenna. Og viljum við ekki alltaf gera allt sem best fyrir börnin okkar? Tökum spjallið og gerum eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt saman.

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón