Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 8. febrúar 2013

Fjarðarnet á Ísafirði heimsótt

Hópurinn sem lagði stund á sjóvinnu með Gunnlaugi skólastjóra og starfsmanni Netagerðarinnar
Hópurinn sem lagði stund á sjóvinnu með Gunnlaugi skólastjóra og starfsmanni Netagerðarinnar
1 af 4

Miðvikudaginn 6. febrúar heimsóttu tíu nemendur Grunnskólans á Þingeyri netagerðina Fjarðanet á Ísafirði.  Allir höfðu krakkarnir valið sjóvinnu sem valgrein í 8.-10. bekk. Tilgangurinn var að kynnast vinnubrögðum á netaverkstæði og að gefa krökkunum tækifæri á að spreyta sig á undirstöðuhandtökum í netahnýtingu og netabætingu.  Áður höfðu þeir fengist við hnúta og tógsplæs í skólanum. Það verður að segjast að hópurinn sýndi viðfangsefninu mikinn áhuga og ekki spillti fyrir að krakkarnir fengu fádæma góðar móttökur hjá starfsmönnum Fjarðarnets. Er netagerðamönnunum þeim Gunnlaugi Einarssyni og Magna færðar bestu þakkir fyrir móttökurnar og að vera óþreytandi við að leiðbeina unga fólkinu.    

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón