Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | miðvikudagurinn 12. september 2018

Enginn dagur eins í skólastarfinu

Nemendur lærðu origami
Nemendur lærðu origami
1 af 2

Mig langaði að deila því með ykkur hvað það er gaman að vera kennari. Alltaf líf og fjör og enginn dagur eins. Smá sýnishorn af deginum okkar í dag, sem er "bara venjulegur miðvikudagur". Við fengum japanska stúlku til að kenna origami-gerð og þar fór fram þvílík sköpun. Einnig erum við með danskan gestakennara í tvær vikur sem talar dönsku "hele tiden" og nemendur og kennarar spjalla við hana án mikilla erfiðleika Í dag var einnig á dagskrá áhugasvið, textílmennt, heimilisfræði, hönnun og smíði, dans OG kjarnagreinar (ísl. og stæ.) Unglingastigið endaði svo daginn á valgrein sem var sjósund. Allir stóðu sig eins og hetjur og það var bros á hverju andliti Þetta var smá samantekt af deginum í Grunnskólanum á Þingeyri

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón