Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 17. september 2014

Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru var stofnaður þann 16. september árið 2010 af ríkisstjórn Ísland. Dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar og stofnaður til heiðurs því mikla starfi sem Ómar hefur lagt til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að fræða um íslenska náttúru. Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran hefur gert en Íslendingar hafa í samspili við eld, ís, misgott veðurfar og öflug sjávarföll byggt hér land. Náttúrufegurð umlykur alla og við lifum af gjöfulum gjöfum hennar. Nemendur á yngstastigi fræddust um sorphirðu og úrgang í tilefni dagsins. Þau horfðu á myndband þar sem þau sáu hvað verður um rusl sem við flokkum annars vegar og hvað verður um rusl sem við nýtum ekki og safnast upp í sjónum. Nemendur voru mjög áhugasamir og fannst merkilegt að hægt væri að búa til efni í peysur úr ruslinu. Þeim fannst líka áhugavert að sjá allt ruslið og hvað menninir voru fljótir að vinna við færibandið:) Miðstigið skellti sér út í góða veðrið og skoðaði umhverfi skólans nánar með plöntur í huga. Þau hafa verið að greina íslenskar plöntur í náttúrufræðitímum. Á degi náttúrunnar notuðu þau tækifærið til að útbúa blómavef úti í náttúrunni (sjá myndir).

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón