| þriðjudagurinn 14. apríl 2020

Breyttar aðstæður

Eins og þið hafið orðið vör við þá voru hertar aðgerðir á Vestfjörðum fyrir páska og þær svo framlengdar til 26. apríl næstkomandi, eins og sjá mér hér. Nemendur mæta því ekkert í skólann næstu tvær vikurnar og sjáum svo til, hvaða tilmæli koma frá Almannavörnum eftir það. Óskandi væri að skólahald gæti þá hafist með hefðbundnum hætti, en líklegt er að svo verði ekki. 

 

Kennarar hafa nýtt daginn í dag, 14. apríl, til að undirbúa heimanám fyrir nemendur. Nemendur yngsta- og miðstigs fá poka á hurðarhúninn hjá sér, með námsefni. En einnig senda kennarar tövlupóst heim með nánari upplýsingum. Nemendur unglingastigs hitta kennara áfram í gegnum Slack og er þeirra skipulag líkt því sem var fyrir páska, nema þeir koma ekkert í skólann. 

 

Ég vil minna ykkur á, að hafa endilega samband við okkur, best að nota tölvupóstinn, ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir. 

 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón