Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 15. október 2014
Bleikur-október-bleikur-dagur
Þann 16. október ætlar nemendaráðið að hafa bleikan dag. Allir, nemendur og starfsfólk er hvatt til að mæta í bleikum fötum. Það þarf ekki að vera mikið, gæti verið bleikt naglalakk, slaufa í hárið eða hvað eina bleikt sem ykkur dettur í hug.
Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabba-meinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni eru t.d. kirkjur og aðrar byggingar víða um land lýstar upp með bleikum ljósum.
Gleðilegan bleikan dag, kveðja Nemendaráð