Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 29. mars 2016

Blár apríl - klæðumst bláu 1. apríl

Klæðumst bláu á BLÁA DAGINN föstudaginn 1. apríl

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er á næsta leiti og föstudaginn 1.apríl næstkomandi hvetjum við alla til að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL – Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum.

Markmið bláa dagsins er að vekja athygli á einhverfu og fá landsmenn alla til að sýna einhverfum stuðning sinn. Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra og virða framlag þeirra til samfélagsins. 

Síðustu ár hafa flestir skólar landsins og fjölmörg fyrirtæki og stofnanir tekið þátt í bláa deginum með því að hafa bláa litinn í fyrirrúmi. Margir hafa brugðið á það ráð að setja myndir á instagram og facebook og merkja þær með myllumerkinu #blarapril sem hefur gætt daginn skemmtilegum blæ og hjálpað til við að breiða út þennan jákvæða boðskap.

 

Grunnskólinn á Þingeyri ætlar að taka þátt!

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón