Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | föstudagurinn 8. nóvember 2019

Baráttudagur gegn einelti

Hjörtu eru tákn kćrleika og ástar og međ ţeim breiđum viđ út kćrleika og ást - gegn einelti -
Hjörtu eru tákn kćrleika og ástar og međ ţeim breiđum viđ út kćrleika og ást - gegn einelti -
1 af 2

Þann 8. nóvember ár hvert er baráttudagur gegn einelti.

Hann var fyrst haldinn á Íslandi árið 2011 og Grunnskólinn á Þingeyri hefur alltaf verið með á einn eða annan hátt. Við erum jú alltaf að berjast gegn einelti, en á þessum degi er sértaklega hugað að því og rætt um varnir gegn einelti og hvernig við getum upprætt það.

Í ár ákváðum við að gera það með því að breiða út kærleika og ást, því einelti þrífst ekki á kærleika og ást.

Allir nemendur - og kennarar - klipptu út hjörtu og skrifuðu eitthvað fallegt á þau til þess að fara svo með þau út fyrir skólann og breiða út kærleikann. Senda til vina eða skólafélaga (heim til þeirra) eða til fjölskyldunnar.

Svo gekk nemendaráðið í allar stofur með sáttmála gegn einelti sem nemendur og starfsfólk skrifaði undir. Þetta hefur verið gert í nokkur skipti í kringum þennan dag, en slíkan sáttmála þarf alltaf að endurnýja þar sem nemendur og starfsfólk kemur og fer á milli ára.

Allir dagar eru baráttudagar gegn einelti - því í Grunnskólanum á Þingeyri líðst ekki einelti - og saman vinnum við gegn því með kærleika og ást.

 

« 2024 »
« Febrúar »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón