Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 2. apríl 2012
Árshátíð G.Þ.
Árshátíð Grunnskólans var haldin í gær með tveimur leiksýningum þ.e. morgunsýningu þar sem leikskólinn Laufás var með skemmtileg söngatriði hins vegar og kvöldsýningu annars vegar. Nemendahóparnir fjórir auk leiklistarvals sýndu frumsamin leikrit og söngleik. Útskriftar árgangur nýtur góðs af sýningum en ágóði þeirra rennur í ferðasjóð þeirra og ætlunin er að fara til Kaupmannahafnar í maí. Þessir nemendur stóðu sig vel og komu að undirbúningi hátíðarinnar og sáu um kynningar á atriðum. Nemendur sýndu að þeim er margt til lista lagt og ekki að sjá annað en gestir sýninganna skemmtu sér konugnlega.