Árshátíð G.Þ. - jafnrétti og bræðralag
Fimmtudaginn 26. mars er Árshátíð Grunnskólans á Þingeyri. Fyrirkomulag er með hefðbundnu sniði þ.e. fyrri sýning sem hefst kl. 10:00 með þátttöku leikskólabarna. Nemendur mæta í Félagsheimili kl. 9:00. Boðið verður upp á ávexti í hléi. Seinni sýning hefst kl. 19:30. Nemendur mæta kl. 18:30 í Félagsheimilið. 10. bekkur verður með sjoppu í hléi.
Aðgangseyrir er 1500 kr. fyrir 16 ára og eldri. Grunn-, og leikskólabörn fá frítt.
Öll námstigin sýna ástsæla leikverkið Ávaxtakarfan eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttir. Verkið fjallar um viðkvæm málefni á borð við einelti og jafnrétti. Nemendur hafa komið verulega á óvart með leik, söng og sköpun. Hlökkum til að sjá ykkur öll á árshátíð.