Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 5. febrúar 2013

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 5. febrúar 2013

Á vefnum www.saft.is má finna efni um netöryggi
Á vefnum www.saft.is má finna efni um netöryggi

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn var haldinn hátíðlegur í tíunda sinn þann í dag. Þemað í ár er "Réttindi og ábyrgð á netinu". Yfir 70 þjóðir um allan heim stóðu fyrir skipulagðri dagskrá dag. Netöryggismiðstöðvar 30 Evrópuþjóða, sem mynda samstarfsnetið Insafe, og yfir 40 önnur lönd leiddu í dag saman ýmsa hagsmunaðila til þess að vekja athygli á og ræða netið frá ýmsum hliðum. Samstarfsnetið hefur látið framleiða stutta auglýsingu til þess að styðja við átakið, en hún verður aðgengileg á netinu og verður m.a. sýnd í sjónvarpi næstu daga.

 

Við hvetjum ykkur til að kíkja á auglýsingna og ræða þau atriði sem vert er að hafa í huga varðandi netöryggi og ábyrgð á netinuSmile

Aðgát skal höfð í nærveru sálar, LÍKA Á NETINU.

 

Slóðin er: http://www.youtube.com/watch?v=kJuTjIbQlEc 

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón