Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 12. mars 2013

Á skíðum skemmti ég mér trall lalla la

 Ákveðið hefur verið að fara í skíðaferð með alla nemendur skólans miðvikudaginn 13. mars, ef veður leyfir. Farið verður á skíðasvæðið í Tungudal. Við viljum biðja ykkur um að hafa eftirfarandi í huga varðandi ferðina:

  • Nemendur mæti með búnað á venjulegum tíma kl. 08:10.  Sérstakt skipulag gildir um akstur nemenda úr sveitinni, sem þeim verður kynnt. Skólinn mun láta vita í tíma ef fresta þarf ferðinni vegna óhagstæðs veðurs.
  • Hafa þarf meðferðis viðeigandi búnað til að nota í brekkunum s.s. skíði, bretti, snjóþotur, þoturassa eða sleða. Skíða- og brettaleiga er á svæðinu en takmarkaður fjöldi af búnaði, verð 2.000 kr. (skíði+skór, eða bretti+skór) og 1.000 bara fyrir skíði. Gjaldfrítt er í lyftur.

Öryggisins vegna eru tilmæli bæði frá skóla og starfsmönnum skíðasvæðisins að allir verði með hjálma á höfði. Best er að hver komið með sinn eigin hjálm þar sem eingöngu eru til um 40 hjálmar í skálanum til útláns og fleiri skólar en G.Þ. verða á svæðinu.

  • Klæðnaður er líka mikilvægur, þ.e. að nemendur séu vel klæddir til útiveru í 3 - 4 klukkustundir.
  • Mikilvægt að hafa meðferðis gott nesti. Þeir sem eru í mataráskrift munu fá matarpakka frá Leikskólanum um hádegisbilið. Þeir sem ekki eru í mat þurfa hins vegar að hafa með sér nesti. Í skíðaskálanum bjóða kennarar upp á heitt kakó sem þeir hafa meðferðis.  Einnig er hægt að kaupa samlokur, pylsur og drykki í skíðaskálanum.
  • Áætluð heimkoma er kl.13:30. Ef einhverjir nemendur verða lengur, eru foreldrar vinsamlegast beðnir um að tilkynna það til skólans. Þeir munu þá sjálfir tryggja heimferð þeirra.
  • Skíðaferð er skóladagur nemenda. Ef einhverjir nemendur taka ekki þátt í ferðinni, verður kennsla fyrir þá í skólanum. Leyfi eða veikindi tilkynna foreldrar til skólans eins og um venjulegan skóladag sé að ræða.  Starfsfólk skólans verður á skíðasvæðinu og hægt að hafa samband í síma 450-8370.

    Ef einhverjir foreldrar vilja koma eru þeir að sjálfsögðu velkomnir á skíðasvæðið með okkurSmile

            Skólastjóri og kennarar

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón