Erna Höskuldsdóttir | sunnudagurinn 4. desember 2016
5. desember skreytingadagur
Mánudaginn 5. des er skreytingadagur í skólanum. Þá verður unnið í stöðvum að ýmsu jólaskrauti og bakstri, til að skreyta skólann okkar. Einnig verða gluggamyndirnar settar upp og skólinn kemst í jólabúning.
Við óskum sérstaklega eftir að nemendur hafi með sér glerkrukku til að búa til kertastjaka sem verður svo á hverju borði á Litlu jólunum.
Einnig heftara og bæklinga ef til eru til að gera keðjur. Það má líka hafa með sér liti eða skrautpenna eða annað skraut til að klippa á jólakort.
Bestu kveðjur, kennarar og aðrir jólasveinar GÞ
Hægt að skoða myndir í myndasafni: http://grthing.isafjordur.is/myndasafn/22/