Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 18. mars 2014

1.sæti í stóru upplestrakeppninni

Rakel María (2.sæti), Ásrós Helga (1.sæti) og Þórður Gunnar (3.sæti)
Rakel María (2.sæti), Ásrós Helga (1.sæti) og Þórður Gunnar (3.sæti)

Sl. föstudagskvöld var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hömrum á Ísafirði. Ásrós Helga Guðmundsdóttir tók þátt í lokahátíðinni fyrir hönd G.Þ. Auk Grunnskólans á Þingeyri voru upplesarar frá Grunnskólanum á Ísafirði, Grunnskólanum á Suðureyri og Grunnskóla Bolungarvíkur. Lesarar lásu fyrst brot úr barnabókaverðlauna sögunni ,,Ertu Guð, afi?" eftir Þorgrím Þráinsson og fóru með ljóð að eigin vali eftir Guðfinnu Þorsteinsdóttir. Að lokum fóru keppendur með ljóð sem þeir höfðu valið sjálfir.

Lokahátíðin var sérlega skemmtileg og á milli atriða fluttu nemendur úr Tónlistaskóla Ísafjarðar tónlistaratriði. Úrslitin urðu þau að Ásrós Helga sigraði. Í 2. sæti varð Rakel María Björnsdóttir úr G.Í. og í því 3. varð Þórður Gunnar Hafþórsson úr G.Í. Dómarar í ár voru þau Björk Einisdóttir, Ingvar Örn Ákason, Ólafur Örn Ólafsson og Pétur Markan.

Við óskum Ásrósu og öðrum keppendum til hamingju með árangurinn.

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón