Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 17. desember 2024

Liltu jólin

Hneturbrjótur málverk eftir nemanda á miðstigi
Hneturbrjótur málverk eftir nemanda á miðstigi

19. desember verða „Litlu jólin“ kl. 10-12:10

Nemendur mæta í skólann kl. 10 spariklædd með jólalegt nesti (t.d. gos, safa, smákökur, sælgæti) og lítinn pakka í pakkaskipti (gjöf sem kostar ca. 1000-1500 kr.). Endilega koma með lítið kerti til að búa til stemmningu upp í stofu.

 

Dansað verður í kringum jólatréð, hver veit nema jólasveinar kíki í heimsókn eftir notalega stund upp í heimastofu hvers og eins með sínum umsjónarkennara.

 

Minnum alla á að lesa þó að það séu að koma jól- lestur er lykillinn að ævintýrum!

Sýnum hugrekki og góðvild.

 

Skólinn byrjar aftur eftir jólaleyfi 6. janúar kl. 8:10

« 2025 »
« Október »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Vefumsjón