Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 3. mars 2023
Árshátíð G.Þ
Undirbúningur fyrir árshátíðina stendur nú af fullum krafti. Að þessu sinni er "lítil" árshátíð þar sem hver námshópur er með sitt atriði. Yngsta stig ætlar að setja á svið leikrit um hina vinsælu Hvolpasveit. Mið stig fór í handrita smíði um Stigvéla köttinn og elsta stig ætlar að skella upp leikverkinu Mama Mia. Á fyrri sýningu munu einnig börnin á Laufási syngja.
Mikil samvinna allra á sér stað við undirbúninginn. Nemendur sjást um allan skóla niðursokknir við undirbúning og æfingar; dans, söng, leik og fleira. Nemendur byrjuðu í þessari viku að æfa í félagsheimilinu. Flestir taka þessari tilbreytingu frá hefðbundnu skólastarfi fagnandi.
Árshátíðin verður svo í Félagsheimilinu fimmtudaginn 9. mars. Að venju verða tvær sýningar; sú fyrri hefst kl. 10:00 og sú síðari kl. 19:30. Allir eru velkomnir.
