Um skólann

1 af 2

Grunnskólinn á Þingeyri leggur sig fram við að fylgja lögum um grunnskóla og Aðalnámskrá, þar kemur meðal annars fram að ,,hlutverk grunnskólans í samvinnu við heimilin er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir skólans skulu mótast af umburðarlyndi, kristnilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á kjörum fólks og umhverfi. Á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og á skyldum einstaklingsins við samfélagið.“

Grunnskólinn á Þingeyri er fámennur skóli og samkennslu í fjórum námshópum. 1.-4. bekkur vinnur saman, 5.-7. bekkur  og elstu þrír árgangarnir 8.-10. bekkur myndar elsta stig.

Grunnskólinn á Þingeyri leggur sig fram um að hafa gott upplýsingaflæði milli heimils og skóla. Jákvæð umræða um skólastarf hvort sem það er heima hjá nemendum eða í skólanum er mikilvæg. Velgengni nemenda er markmið okkar allra ásamt því að nemendum líði vel í skólanum. Með góðu samstarfi nemenda, foreldra og starfsfólki skólans ýtum við undir velgengi nemenda okkar og góðri líðan.

Grunnskólinn á Þingeyri er einn fjögurra grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Rekstur Grunnskólans á Þingeyri er í höndum Ísafjarðabæjar. Skólinn stendur við Fjarðargötu 24 og þar fer starfsemin að mestu fram. Íþróttakennsla og sundkennsla fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Þingeyri sem er í um það bil 5 – 600 metra fjarlægð frá skólanum.

 

Hornsteinar skólastarfsins eru : Ábyrgð –virðing–samheldni–gleði.

Hornsteinarnir vísa til þess :

  • Að ábyrgð/metnaður vísi til þeirrar sómatilfinningar sem að allir sem að skólastarfinu koma ættu að finna fyrir.
  • Að nemendur beri virðingu fyrir sjálfum sér og sýni öðrum skilning.
  • Að nemendur finni fyrir þeirri tilfinningu að tilheyra hóp og skipta máli.
  • Að nemendum líði vel og séu ánægðir í eigin skinni og vinnu.
« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón