Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 9. maí 2023

Vorgangan 2023

Sl. ár höfum við gengið Vorgöngu. Markmið Vorgöngunnar er að tengja saman börnin í skólunum á Þingeyri, leik,-og grunnskóla. Viðburðurinn er hluti af "Brúum bilið" sem er sameiginlegt verkefni G.Þ. og Laufás sem ætlað er að búa börnin undir skólagöngu á næsta skólastigi og efla tengingu skólanna.

Markmiðið Vorgöngunnar er að vera sýnileg í samfélaginu ásamt því að leyfa eldri borgurum þorpsins sem dvelja á Tjörn að sjá barnafjöldann og vera í tengslum við dvalarheimilið. Börnin hafa tekið lagið á pallinum við Tjörn og auðvitað er "Vertu til er vorið kallar á þig" heppilegasta lagið fyrir þennan viðburð. 

Föstudaginn 5. maí fórum við í vorgönguna á þessu skólaári. Gangan var mjög fjölmenn að þessu sinni vegna þessa að skólagestir G.Þ. frá Lettlandi og Litháen voru þátttakendur í göngunni. Sungið var á íslensku, lettnesku og litháensku.

 

Vertu til ef vorið kallar á þig, njótið vorsins

 

« 2023 »
« Júní »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón