Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 6. nóvember 2020

Vináttudagur í G.Þ.

Fyrirliða slagorð nemenda í 4.-5. bekk
Fyrirliða slagorð nemenda í 4.-5. bekk
1 af 5

Í dag 6. nóvember var nóg um að vera í öllum "hólfum" í skólanum. Við létum ekki takmarkanir vegna Covid stoppa okkur í að halda vináttudag. En með því að leggja áherslu á vináttu og góðvild í garð hvors annars aukum við samheldni sem er eitt af fjórum gildum skólans. Við viljum ekki að einelti þrífist í skólanum okkar og vonum við að umfjöllun í öllum hópum skili sér í hjörtu nemenda.

 

Yngsta stig skilgreindi vináttu og bjó til vináttuborða. Nemendur á yngra miðstigi horfðu m.a. á myndband sem Björgvin Páll markmaður í handbolta talaði um einelti og hegðun ásamt því að hvetja fólk til að vera jákvætt og taka ábyrgð á sinni hegðun. Nemendur í 6.-10. bekk horfðu á myndband þar sem söngkonan Salka Sól lýsir einelti og varanlegri vináttu ásamt umræðum og verkefnum tengdum vináttu. Vonandi verða einhverjar umræður heima um vináttu og þá manneskju sem maður vill vera. 1.-5. bekkur unnu vináttu handa verkefni með Guðrúnu og Kristínu H.

 

Dagur gegn einelti er baráttudagur gegn einelti og er haldin ár hvert 8. nóvember síðan árið 2011. Í tilefni að honum bendum við á eineltisáætlun skólans en það er mikilvægt að allir þekki það ferli sem fer í gang ef uppi er grunur um einelti. Þar er einnig að finna skilgreiningu á hvað einelti er. Á mánudaginn skrifa nemendur svo undir sáttmála gegn einelti sem er orðinn árviss viðburður í skólanum.

 

"Hjálpumst að við að stoppa einelti, vera aðeins glaðari, ekki bara í skólanum" eru orð Björgvins Páls.

Hér til hliðar má sjá brot af vináttu verkefnum nemenda.

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón