Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 1. nóvember 2021

Viðbuðrarríkur október mánuður

Bleikir litir í bleika mynd (yngsta stig)
Bleikir litir í bleika mynd (yngsta stig)
1 af 10

Það er aldeilis búið að vera mikið að gera í október. Bleikur dagur var haldin föstudaginn 15. október til að styðja við átakið bleikur október. Flestir nemendur komu í einhverju bleikur, bleikar myndir voru litaðar og nemendaráð bauð nemendum upp á bleika andlistmálningu. Þessi bleiki bjarmi lýsti upp skammdegið og stemmningin var skemmtileg þökk sé nemendaráðinu.

 

Göngum í skólann átakinu lauk. Keppnin um Gullskóinn var æsispennandi og þurfti að endurreikna úrslitin vegna réttlætiskenndar nemenda um notkun á rafrænum hlaupahjólum en nemendum fannst ekki sanngjarnt að þau teldu. Það varð því úr að Yngsta stig hlaut Gullskóinn 2021. Óskum við þeim til hamingju með titilinn og fá drengirnir á yngsta stigi að hafa gullskóinn í sinni stofu í allan vetur.

Elsta stig fór á Íþróttahátíðina í Bolungarvík-þar var mikið stuð og þökkum við fyrir okkur þar var skipulag til fyrirmyndar og allir okkar nemendur tóku þátt í einhverjum greinum, einni eða fleirum.

Fimm ára börnin á Laufási komu í tvær heimsóknir í október, spennan var gífurleg og gaman að segja frá því að í skólahóp á Laufási eru nú 7 börn. Skipulag þeirra heimsókna köllum við Brúum bilið sem verður reglulegt í allan vetur.

26. október komu til okkar tvær listakonu, þær Alda og Kristín, með listasmiðjuna Veður, fegurð og fjölbreytileiki. Einnig komu til okkar nemendur og kennarar frá Flateyri til að taka þátt í smiðjunni með okkur. Yngri hópurinn bjó til veðurtákn og rýndi í veðurkort. Eldri hópurinn vann verkefni um líffjölbreytileikann á norðurslóðum með litríkum óskafánum. 

Verkin voru hengd upp í Edinborgarhúsinu á föstudaginn og af því að það var vetrarfrí fór Sonja og tók það upp og ætlar að sýna á Facebook síðu skólans. Stemninguna má sjá á meðfylgjandi myndum og vertu velkominn nóvember.

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón