| fimmtudagurinn 26. marsá2020

VetrarfrÝ

Á morgun, föstudaginn 27. mars, er vetrarfrí í skólanum. Þó svo skólastarfið hafi farið á hvolf síðustu tvær vikur, þá höldum við vetrarfríinu inni, samkvæmt skóladagatali. 

 

Skólastarfið hefur tvímælalaust litast af aðstæðum í samfélaginu og tilmælum frá Landlækni. Skipulagið hefur tekið stöðugum breytingum og er nýjasta útspilið að nemendur unglingastigs eru nánast alfarið í fjarnámi en hitta kennara tvisvar á dag í gegnum fjarfundarbúnað, auk þess sem hver bekkur kemur einu sinni í viku til að hitta kennara. 

 

Nemendur miðstigs mæta í skólann eftir hádegi, frá 12:40-15:20 og hitta þá Sonju Elínu og Rakel eða Ninnu. 

 

Ég hef reynt að haga kennslu yngsta stigs þannig að það séu eins litlar breytingar og mögulegt er. Þau mæta á hefðbundnum tíma, kl 8:10 en eiga hins vegar að vera farin úr húsi kl 12:10. 

 

Einnig hef ég haldið mötuneytinu opnu fyrir nemendur sem koma og vonandi get ég gert það áfram. 

 

Ég vona að þið eigið ánægjulega helgi framundan og getið nýtt tímann í útiveru og samveru - þó með 2 metra bili á milli manna, eins og "þríeykið" mælir fyrir um ;-) 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

« 2024 »
« J˙nÝ »
S M Ů M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

K÷nnunin

Valdir tenglar

Vefumsjˇn