Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | mánudagurinn 6. mars 2023

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar 6. mars 2023
Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar 6. mars 2023
1 af 10

Í dag fór fram undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. En hún er árviss viðburður í skólastarfinu. Þá sýna nemendur í 7. bekk afrakstur æfinga sem formlega byrja á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember. Þeir hafa æft upplestur á alls kyns textum bæði í bundnu og óbundnu máli.

Keppendur voru 6; 2 frá Grunnskólanum á Þingeyri, 3 frá Grunnskólanum á Suðureyri og 1 frá Grunnskóla Önundarfjarðar.

Kennarar og miðstig skólanna þriggja voru gestir og dómarar voru Sigmundur Þórðarson, Elfar Logi Hannesson og Hildur Inga Rúnarsdóttir.

Lesendur lásu sögubúta og ljóð og gerðu það mjög vel. En eins og alltaf þarf að velja fulltrúa til að fara og lesa á lokahátíðinni og að þessu sinni voru valdir 2 aðalmenn; þau Jósef Ægir Vernharðsson frá Grunnskólanum á Suðureyri og Auður Alma Viktorsdóttir frá Grunnskólanum á Þingeyri. Varamaður er Dawid Robert Szlabowski frá Grunnskólanum á Suðureyri.  Kómedíuleikhúsið veitti öllum lesendum viðurkenningu, ljóðabókina Allir dagar eiga kvöld sem eru valin ljóð Stefáns frá Hvítadal. Við þökkum kærlega fyrir það.

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar mun svo fara fram í Bolungarvík fimmtudaginn 16. mars næst komandi og þangað eru allir velkomnir. 

Það er alltaf smá stress sem fylgir því að koma fram og lesa fyrir áhorfendur og áheyrendur - en það er einmitt einn liður í skólastarfinu að þjálfa framsögn og upplestur. Í mínum augum eru allir sigurvegarar og við erum alltaf ótrúlega stolt af lesendunum okkar. Við óskum öllum lesendum til hamingju með sig - við þökkum dómurum fyrir þeirra vinnu og þökkum gestum fyrir komuna.

« 2024 »
« Júní »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón