Erna H÷skuldsdˇttir Erna H÷skuldsdˇttir | f÷studagurinn 13. jan˙ará2017

Til hamingju skˇlar Ý ═safjar­arbŠ

┴ grafinu mß sjß jßkvŠ­ar breytingar Ý skˇlum ═safjar­arbŠjar
┴ grafinu mß sjß jßkvŠ­ar breytingar Ý skˇlum ═safjar­arbŠjar
Veturinn 2013-2014 (í kjölfar niðurstaðna PISA 2012) skoðuðu skólastjórnendur í Ísafjarðarbæ hvað hægt væri að gera svo bæta mætti námsárangur skólabarna í sveitarfélaginu. Vorið 2014 settum við okkur markmið sem við höfum öll unnið vel að: Við ætluðum að bæta námsárangur barna í Ísafjarðarbæ fyrir börnin sjálfsmynd þeirra og framtíð. Við vildum að fólk flytti vestur því hér séu mjög góðir skólar.
 
Í haust og haustið 2015 sáum við mjög góðar niðurstöður í Hljóm-2 prófunum og vitum að góðir hlutir eru að gerast í öllum leikskólunum okkar. Núna vorum við svo að fá niðurstöður PISA 2015 og getum ekki annað en verið mjög sátt (þó enn sé verk að vinna) en við erum allstaðar yfir landsmeðaltali og í tveimur af þremur yfir meðaltali OECD. Í náttúruvísindum erum við 30 stigum fyrir ofan landsmeðaltal, í stærðfræði erum við 19 stigum fyrir ofan landsmeðaltal og í lesskilningi erum við 7 stigum fyrir ofan landsmeðaltal.
 
Vissulega erum þetta flottar niðurstöður en við verðum að muna að næg vinna er þó framundan og við  verðum að halda því góða verklagi sem er í skólunum okkar. Saman erum við sterkari, skólinn og heimilin.
 
Meðfylgjandi mynd sýnir mjög vel hversu mikið skólar í Ísafjarðarbæ hafa bætt sig og passar engan veginn við neikvæða umræður í fjölmiðlum um hversu illa landsbyggðin hafi verið að standa sig í PISA.
« 2024 »
« Febr˙ar »
S M Ů M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    

K÷nnunin

Valdir tenglar

Vefumsjˇn