Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 17. september 2018

Til hamingju krakkar

Allir gerðu sitt besta og margir bættu sig frá því í fyrra
Allir gerðu sitt besta og margir bættu sig frá því í fyrra
1 af 2

Skólahlaupið eða Ólympíuhlaupið fór fram föstudaginn 14. september. Það er hefð fyrir því að hlaupa það á haustdögum og fastur viðburður í skóladagatali. Verkefnið tengist einnig átakinu „Göngum í skólann“ sem skólinn er skráður í til 3. október. Veðrið var einstaklega gott fyrir útihlaup og við sluppum við rigningu. Meira segja lét sólin aðeins sjá sig þegar nemendur hlupu í gegnum markið. Eftir hlaup fengu allir extra skammt af ávöxtum og skelltu sér í sund. Margir höfðu sett sér markmið sem þeir stóðust og allir stefndu á að gera sitt besta. Elstu börnin á leikskólanum hlupu „litla víkingasvæðishringinn“, yngsta stig fór 2,5 km og þeir sem treystu sér til fóru 5. Nemendur á mið,- og elsta stigi fóru 5 -10 km. Í fyrra árið 2017 voru hlaupnir yfir 117,5 km í ár hlupu þessir flottu krakkar 183,5 km. Til hamingju Dýrfirðingar með þessa frábæru krakka sem eru okkur öllum til sóma!

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón