Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 8. apríl 2013

Þemadagar

Frá þemavikunni 2012
Frá þemavikunni 2012

 Komið er að þemadögum í Grunnskólanum á Þingeyri þetta skólaárið, en þemadagar hafa verið fastur viðburður í starfi skólans. Í þemavinnu er verið að leggja áherslu á fjölbreytni í vinnubrögðum og kennsluaðferðum. Í þeirri vinnu er reynt að sameina sem flestar kennslugreinar, brjóta upp hefðbundið skólastarf og gefa nemendum tækifæri á að öðlast nýja reynslu sem jafnframt gefur tilefni til skemmtilegrar vinnu.

Að þessu sinni munum við helga dagana 9.-12. apríl slíkri vinnu, þar sem meginviðfangsefnið verður tengt Afríku. Nemendur munu vinna í blönduðum hópum að óvenjulegum verkefnum um Afríku, meðal annars skartgripagerð, grímugerð, verkefni um dýr, skúlptúr /styttugerð og matargerð. Menningu og hefðum í þessari stóru heimsálfu munum við kynnast eins og tónlist og dansi. Til þess að gera því góð skil munum við fá góða gesti í heimsókn.

Meðan á þemadögunum stendur munum við eingöngu vinna að því verkefni og leggja til hliðar aðra kennslu. Nemendur þurfa því aðeins að hafa með sér pennaveski og liti, einnig verðlaus efni svo sem eggjabakka, tómar jógurt- og skyrdósir og tóma pakka. Frekari fyrirmæli um þetta munu koma frá kennurum.       

Skóladegi allra mun svo ljúka á sama tíma kl. 13:30, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Skólatími verður óbreyttur föstudaginn 12. apríl, en þá viljum við líka bjóða foreldrum, öfum og ömmum að koma og heimsækja okkur í skólann kl.11:00, þegar nemendur kynna afrakstur  þemadagana. 

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón